SÁÚ

Nýtt logo félagsins

SÁÚ – Samtök áhugafólks um útinám hafa loksins valið sér logo. Það logo sem hlaut flest atkvæði í kosningu félagsmanna má sjá hér. Hönnuður logo-sins er Birta Flókadóttir. Stjórn SÁÚ þakkar Birtu og þeim sem tóku þátt í samkeppninni kærlega fyrir þátttkökuna.

Útináms ráðstefna í sumar

Í sumar verður haldin sextánda útinámsráðstefna EOE, European seminar of the Institute of Outdoor Adventure Education and Experiential Learning. Ráðstefnan verður haldin í Plymouth á Englandi dagana 28.júní til 2.júlí. Samtök áhugafólks um útinám hvetja félagsmenn sína til að taka þátt í ráðstefnunni og senda inn erindi. Ráðgert er að samtökin skipuleggi hópferð á ráðstefnuna, …

Útináms ráðstefna í sumar Read More »

Logo samkeppni

Nú er kominn tími til að vera merkileg! Samtök áhugafólks um útinám, (www.utinam.is) efna til samkeppni um gerð að merki (lógói). “Samtökin eru félagskapur fólks sem hefur áhuga á útinámi hverskonar. Tilgangur samtakanna er að efla útinám á Íslandi og styðja félagsmenn í því verki. Áhersla er lögð á að kynna gildi útináms og auka …

Logo samkeppni Read More »

Málþing um útinám

Samtök áhugafólks um útinám hafa þann tilgang að efla útinám á Íslandi og styðja félagsmenn í því verki. Áhersla er lögð á að kynna gildi útináms og auka faglega færni, þekkingu, gæði og umræðu á því sviði. Markmiðið með málþinginu er að gefa þátttakendum praktískar hugmyndir sem þeir geta nýtt í starfi með börnum. Að …

Málþing um útinám Read More »

Aðafundur Samtaka áhugafólks um útinám

Stjórn Samtaka áhugafólks um útinám boðar til aðalfundar félagsins þann 9. febrúar 2017. Fundurinn hefst klukkan 16:10 í Hlöðunni við frístundamiðstöðina Gufunesbæ. Samkvæmt lögum samtakanna þarf að boða fundinn tryggilega en það er gert með tölvupósti, á heimasíðu samtakanna Utinam.is og á Facebook síðu samtakanna með viðburði. Sérstaklega er vakin athygli á því að allir …

Aðafundur Samtaka áhugafólks um útinám Read More »

Bréf til Mennta- og menningarmálaráðuneytis

Ályktun Útinámsráðstefnunnar 2016 á Úlfljótsvatni 17. og 18. september Helgina 17. og 18. september hélt Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni og Samtök áhugafólks um útinám ráðstefnu um útinám. Ráðstefnan var styrkt af Evrópu unga fólksins og Erasmus+. Ráðstefnan tókst með eindæmum vel en yfir 100 kennarar af öllum skólastigum, tómstundafræðingar og annað fagfólk sóttu hana. Fyrirlesarar …

Bréf til Mennta- og menningarmálaráðuneytis Read More »

Breytingar á lögum og nafni samtakanna

Á aðalfundi samtakanna sem var haldinn 17. septmeber s.l. voru breytingar á lögum samtakanna samþykktar. Innifalið í þeim breytingum voru breytingar á nafni félagsins. Félagið heitir núna Samtök áhugafólks um útinám. Í lögum samtakanna segir núna að “… tilgangur samtakanna er að efla útinám á Íslandi og styðja félagsmenn í því verki. Áhersla er lögð á …

Breytingar á lögum og nafni samtakanna Read More »

Aðafundur Samtaka áhugafólks um útinám

Stjórn SNÚ boðar til aðalfundar þann 17. september klukkan 17:30 að Úlfljótsvatni. Fundurinn verður haldinn í lok ráðstefnu um útinám sem fram fer á Úlfljótsvatni sömu helgi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka afstöðu til málefna félagsins. Dagskrá fundarins: Setning fundar og ávarp formanns, Jakob Fríman Þorsteinsson Kosning fundarstjóra og fundarritara. Kjörgengi fundarmanna …

Aðafundur Samtaka áhugafólks um útinám Read More »

Útinámsráðstefna í haust

SNÚ í samstarfi við Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni á Úlfljótsvatni í haust, heldur Útinámsráðstefnu á Úlfljótsvatni dagana 17. og 18. september 2016. Ráðstefnan er fyrir allt skólafólk sem hefur áhuga á útikennslu sem og aðra. Allir eru velkomnir. Fjölmörg erindi verða í boði ásamt verklegum smiðjum. Fyrirlesarar og leiðbeinendur eru frá Íslandi, Englandi, Pólandi, Tékklandi og Slóveníu. Gestir ráðstefnunnar geta …

Útinámsráðstefna í haust Read More »

Kynning á Úti- og ævintýranám á Íslandi vegum háskóla í USA og UK

Jason Wragg og Jerry Isaak verða með sérsniðið úrræði á Íslandi fyrir ungt fólk frá Bandaríkjunum og Bretlandi þar sem áhersla er lögð á úti- og ævintýranám. Mánudaginn 22. október kl. 16-17 munu Jason og Jerry kynna verkefni um Úti- og ævintýranám á Íslandi í framkvæmd og menntun á þessu sviði í háskólum í Bandaríkjunum og …

Kynning á Úti- og ævintýranám á Íslandi vegum háskóla í USA og UK Read More »