Aðafundur Samtaka áhugafólks um útinám

Stjórn SNÚ boðar til aðalfundar þann 17. september klukkan 17:30 að Úlfljótsvatni. Fundurinn verður haldinn í lok ráðstefnu um útinám sem fram fer á Úlfljótsvatni sömu helgi. Félagsmenn eru hvattir til að mæta og taka afstöðu til málefna félagsins.

Dagskrá fundarins:

  1. Setning fundar og ávarp formanns, Jakob Fríman Þorsteinsson
  2. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
  3. Kjörgengi fundarmanna kannað
  4. Lagabreytingar kynntar
    1. Afbrigða leitað vegna lagabreytinga
    1. Lagabreytingar ræddar
    1. Kosning um lagabreytingartillögur
  5. Kosning stjórnarmanna
    1. Kosning varaformans
    1. Kosning gjaldkera
    1. Kosning meðstjórnanda (til eins árs, vegna forfalla)
    1. Kosning tveggja varamanna (til eins árs)
    1. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga (til eins árs)
  6. Ákvörðun félagsgjalda.
  7. Tillaga að nefndum á vegum félagsins og kosning í þær.
    1. Upplýsinganefnd – heldur utan um heimasíðu félagsins og Facebook hóp félagsins
      1. Þrír til fimm kjörnir í nefndina til eins árs í senn
    1. Ráðstefnunefnd – heldur utan um námskeið, málstofur og ráðstefnur félagsins
      1. Þrír til fimm kjörnir í nefndina til eins árs í senn.
    1. Alþjóðanefnd – heldur utan um alþjóðasamskipti félagsins.
      1. Þrír til fimm kjörnir í nefndina til eins árs í senn.
  8. Kynning á drögum að dagskrá félagsins fyrir árið 2017.
  9. Önnur mál.
    1. Afhending á léninu Útinám.is. Jakob Fríman Þorsteinsson gefur samtökunum lénið utinam.is.