SNÚ í samstarfi við Útilífsmiðstöð skáta á Úlfljótsvatni á Úlfljótsvatni í haust, heldur Útinámsráðstefnu á Úlfljótsvatni dagana 17. og 18. september 2016. Ráðstefnan er fyrir allt skólafólk sem hefur áhuga á útikennslu sem og aðra. Allir eru velkomnir. Fjölmörg erindi verða í boði ásamt verklegum smiðjum. Fyrirlesarar og leiðbeinendur eru frá Íslandi, Englandi, Pólandi, Tékklandi og Slóveníu. Gestir ráðstefnunnar geta komið annan eða báða dagana. Ráðstefnugjaldið verður 3000 krónur fyrir annan daginn eða 5000 fyrir báða. Innifalið í því eru allar smiðjur og fyrirlestrar, léttur hádegisverður báða dagana og kaffi á meðan á ráðstefnunni stendur.
Sjá auglýsingu hér
Sala miða fer af stað fljólega.
Frekari upplýsingar verða birtar á facebook síðu viðburðarins: https://www.facebook.com/events/1799084673643398/