Samtökin halda nú, í þriðja sinn, ráðstefnu um útinám. Að þessu sinni fer ráðstefnan fram á Laugarvatni í einstöku umhverfi. Boðið verður upp á fjölbreytt úrval fyrirlestra og verklegra smiðja þar sem að margt af okkar færasta útinámsfólki sýnir hvað það er að gera í sínum störfum. Við hvetjum alla áhugasama til að taka dagana frá og koma svo og njóta fræðslu og samveru á Laugarvatni. Um leið er kallað eftir því að áhugasamir fyrirlesarar sendi okkur línu hér á FB eða í tölvupósti ef að þeir vilja flytja erindi eða vera með smiðju. Allir sem að eru með smiðju fá frítt á ráðstefnuna.
Það er óhætt að segja að ráðstefnan okkar haustið 2016 hafi verið frábær innblástur fyrir þátttakendur, nú endurtökum við leikinn.