Lýsing erindum og smiðju má sjá neðst á síðunni

Auglýsing til útprentunar má fá hér

Verð fyrir félagsmenn: kr. 3.500,-
Almennt verð: kr. 4.500,-

Richard Irvine

Erlendur fyrirlesari er komin á blað. Skoðið það sem hann er að gera hér: 

Staðsetning erinda

Fyrirlestrar fara fram í Bláskógaskóla Laugarvatni (Lindarbraut 6, 840, Laugarvatn). 

Smiðjur

Smiðjur fara fram á útisvæðum Bláskógaskóla í Bullungaskógi (við skólahúsnæðið) og í Dvergheimum rétt fyrir ofan Gullkistuna á Laugarvatni við hlið tjaldsvæðisins.

Einhverjar smiðjur fara fram við skólahúsið eða annarstaðar í nágrenninu.

Myndir frá ráðstefnu 2016

Hádegismatur í Lindinni:

Verð kr. 3.500,- 
Frá kl. 12:00 til 13:00

Súpuhlaðborð og réttur dagsins milli klukkan 12:00 og 13:00

  • Grænmetis-vegan súpa og súpa dagsins með heimbökuðu brauði
  • Fiskréttur dagsins. Ef aðrar óskir en fiskur þarf að láta vita á skráningarforminu. Hægt er að fá t.d. grænmetisrétt eða kjúklinga samloku

Kvöldmatur í Lindinni

Verð kr. 5.900,-
Kl. 20:00

Aðalréttur:
Grillað lambainnralæri með Piparsósa, sveppabyggotto,rauðrófumauk borin fram með fondant-kartöflu.

ATH, látið vita á skráningarformi ef óskað er eftir grænmetisrétti eða fiskrétti í stað kjötsins.

Eftirréttur:
Súkkulaðifrauð Lindarinnar með hindberjasósu, vatnsmelónu og hvítri súkkulaðifroðu.

Aðrir möguleikar

Gestir geta einnig séð um sín matarmál sjálfir. Nokkrir góðir kostir eru á svæðinu. 🙂

Gisting á vegum ráðstefnunnar

Boðið verður upp á ódýra gistingu í Íþróttamiðstöðinni. Nánari upplýsingar fljótlega.

Önnur gisting

Gestum er bent á að mögulega er hægt að finna gistingu í Héraðsskólanum og í Hostel Laugarvatn  eða á öðrum stöðum í nágrenninu.

Staðsetning: Laugarvatn

Staðfest erindi og smiðjur (fleiri á leiðinni)

"No right answer - the many whys and hows of outdoor education."

Tegund: Keynote – Inni á sal

Umsjón: Richard Irvine

Richard Irvine has been an outdoor educator for 25 years, working with a wide range of clients in a variety of environments. He is a qualified Secondary School Geography teacher who escaped from the classroom and the formal curriculum to pursue experiential education in the forests and coastline of his home in South West England. Having 12 years experience with groups of children and young people in long term 'Forest School' programmes, he now runs training courses to enable teachers, playworkers, youthworkers and early years educators to become qualified Forest School leaders.

Lengd: 60 mínútur

Lýsing:

This talk will centre around an invitation to take a step back, look at our own individual outdoor education practice and ask some big questions of ourselves about why, and how, we do what we do.

Gullin í Grenndinni – samstarfsverkefni leikskólans Álfheima og Vallaskóla á Selfossi

Tegund: Fyrirlestur inni –  á sal á eftir Keynote

Umsjón: Anna Gína Aagestad - Verkefnastjóri útikennslu við Leikskólann Álfheima á Selfossi

Lengd: 30 mínútur

Lýsing:  

Nemendur á yngsta stigi Vallaskóla og tveir elstu árgangar leikskólans Álfheima hittast einu sinni í mánuði í grenndarskógi. Markmið verkefnisins er að stuðla að samfellu og samskiptum milli skólastiga og leiðin að markmiðunum er að nemendur hittist þvert á skólastigin sem og deildir og bekkir innan skólanna. Með þátttöku aðila innan sveitarfélagsins myndast flæði milli stofnanna, einstaklinga, kennara og nemenda sem stuðlar að auknum tengslum og skilningi á hugmyndafræði innan hverrar einingar fyrir sig.

Tjaldútilega í skóla og frístundastarfi

Tegund: Fyrirlestur - inni

Umsjón: Hafsteinn Grétarsson, Miðstöð útivistar og útináms, Gufunesbæ

Lengd: 60 mínútur

Lýsing:

Vorið 2017 var keyrði Miðstöð útivistar og útináms þróunarverkefni um tjaldbúðir fyrir 4.bekk. Verkefnið var unnið í samstarfi við Ártúnsskóla. Sagt verður frá verkefninu og velt fyrir sér mögulegu framhaldi

Ratvísi

Tegund: Smiðja - úti

Umsjón: Nils Óskar Nilsson, Miðstöð útivistar og útináms, Gufunesbæ

Lengd: 45 mínútur

Lýsing:

Farið verður yfir eitt af verkefnum sem Miðstöð útivistar og útináms í Gufunesbæ hefur verið að bjóða miðstigsbekkjum í á síðustu misserum

Könnunarleiðangur, aðferð til að auka forvitni og áhuga nemenda á námi - Outdoor Journeys

Tegund: Smiðja - inni og úti

Umsjón: Ingveldur Ævarsdóttir, grunnskólakennari við Fossvogsskóla

Lengd: 120 mínútur

Lýsing:

Verkleg smiðja þar sem kennsluaðferðin Könnunarleiðangur er kynnt. Í Könnunarleiðangri er farið með nemendur út í nærumhverfi sitt þar sem þeir móta spurningar út frá áhuga þeirra og því sem þeir sjá og upplifa í umhverfinu. Aðferðin ýtir undir sjálfstæð vinnubrögð og skapandi hugsun auk þess sem hún getur haft áhrif á umhverfisvitund nemenda.

 

Það er allt betra undir berum himni

Tegund: Smiðja – úti

Umsjón: Hallbera Gunnarsdóttir kennari í Bláskógaskóla og Menntaskólanum á Laugarvatni.

Lengd: 60-90 mínútur mínútna smiðja+

Lýsing:

Þátttakendur læra að búa til bál, elda súpu og baka einfalt brauð með þaulvönum útikennara.

Upptakarinn (þátttaka og upplifun) – Hvatning til þátttöku

Tegund: fyrirlestur og léttir leikir/verkefni

Umsjón:  Jörgen Nilsson, leiðbeinandi í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ að Laugum.

Lengd: 60 mínútur

Lýsing:

Námskeið um hvernig stuðla má að jákvæðri upplifun með virkri þátttöku. 

Hvernig hvetjum við einstaklinga til þátttöku. Hvernig styrkjum við böndin á milli einstaklinga í hóp og fáum alla til að taka skrefi lengra en þeir eru vanir. Hvernig virkjum við þá sem eru feimnir, með kvíða og/eða félagsfælni. Síðast en ekki síst; hvernig fáum við hópinn til að vinna sem best saman, virkja alla til þátttöku og hvernig gerum við skemmtilega upplifun að góðum minningum.

Námskeiðið er fyrirlestur og léttir leikir/verkefni.

Nördasmiðja um hugtök og heiti

Tegund: Fyrirlestur inni

Umsjón: Jakob Frímann Þorsteinsson, menntavísindasvið Háskóla Íslands

Lengd: 30 mínútna umræður

Lýsing: Kynnt verða skilgreiningar og skýringar á nokkrum hugtökum sem Oðranefnd í tómstundafræði er að vinna með og tengjast viðfangsefni ráðstefnunnar. Markmiðið með smiðjunni er að rýna í þær skilgreiningar sem liggja fyrir með gagnrýnum hætti og ræða innihald þeirra og leita leiða til að skepra og bæta þær.

Hugtök sem tekin verða fyrir eru m.a. útinám, útikennsla, útilíf og ævintýranám.

Hjólreiðar í byggð og óbyggð: Nokkrir heimspekilegir lærdómar af útiveru

Tegund: Fyrirlestur inni

Umsjón: Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands

Lengd: 30 mínútna umræður

Lýsing: Í erindinu lýsir höfundur heimspekilegri tilraun sem hann gerði á árunum 2005 til 2012 með hjólreiðar í byggð og óbyggð. Markmið tilraunarinnar var að skoða annars vegar hvernig hjólreiðar og útivera gætu þjónað gagnrýninni hugsun (hjólað í borg) og hins vegar að skoða hvað áhrif það hefði á sálarlífið eða andann að hjóla um hálendi Íslands (hjólað í óbyggðum). Tilraunin gerði höfundi kleift að rifja upp mikilvægi útiveru í farsælu lífi.    

 

Flugdrekar

Tegund: Smiðja inni og úti

Umsjón: Arite Fricke – kennari í Bláskógaskóla Reykholti

Lengd: 60 mínútur

Lýsing:

Flugdrekasmiðjur henta fyrir kennslu frá miðstigi, ef smíðað er alveg frá grunni. Flugdrekasmiðjur eru frábærar til að samþætta hópa og næra ýmis áhugasvið: hönnun og listsköpun, stærðfræði, eðlisfræði, sögu, landafræði (lesa í landslagið), leik og útivera. Flugdrekar úr símaskrárpappír eru einfalt að smíða og þeir fljúga bæði inni og úti. Efniviðurinn kostar næstum ekkert og finnst á öllum heimilum. Sniðið fyrir svona flugdreki má nota aftur og aftur með ýmsum tegundum pappírs.

Skógarferðir Álfheima – Útikennsla og nærsamfélagið

Tegund: Kynning inni – stutt kynning og umræður

Umsjón: Anna Gína Aagestad - Verkefnastjóri útikennslu við Leikskólann Álfheima á Selfossi

Lengd: 15 mínútur auk umræðna

Lýsing:

Í fyrirlestrinum verður fjalla um tengingu skógarferðanna við þemu Grænfánans og tengingu við stofnanir og fyrirtæki í nærsamfélaginu.

"Making learning stick - reviewing learning experiences in active 'hands on' ways."

Tegund: Smiðja - úti

Umsjón: Richard Irvine

Lengd: 90 mínútur

Lýsing:

Outdoor education is not just about what is learned or where we learn but also about HOW we develop deep learning to promote behavioural change.This outdoor workshop will introduce active ways to help children review their learning before, during and after an experience as well as on their own, in pairs and in larger groups.

Grunnatriði í að tálga

Tegund: Smiðja – inni og úti

Umsjón: Hafsteinn Grétarssson, Miðstöð útivstar og útináms, Gufunesbæ

Lengd: 60 mínútur

Lýsing:

Þátttakendur læra grunnatriði í tálgun og „örugg hnífsbrögð“

Förum út

Tegund: Smiðja - úti

Umsjón: Hrafnhildur Sigurðardóttir, umsjónakennari 6.bekkjar í Sjálandsskóla

Lengd: 30-60 mínútur

Lýsing:

Stærðfræði úti án bóka, hljómar það ekki vel? Nemendum finnst það líka hljóma vel. Farið verður í stöðvaleik þar sem þátttakendur fá sjálfir að prófa einföld og skemmtileg verkefni.

Útinám fyrir börn með annað móðurmál en íslensku

Tegund: Umræðusmiðja- inni

Umsjón: Ævar Aðalsteinsson, Miðstöð útivistar og útináms, Gufunesbæ

Lengd: 60 mínútur með forspjalli

Lýsing:

Stöðugt eykst fjöldi skólanema sem er af erlendu bergi brotin í íslenska skólakerfinu. Svíar hafa fundið útinám og útikennslu sem heppilega leið fyrir þessa einstaklinga. Þá er verið að læra undir berum himni og tungumálið er ekki aðalatriðið. Kynnumst þessu og ræðum þetta mikilvæga málefni við hringborðið.

 

Það er möst að vera á tánum

Tegund: Fyrirlestur og umræður

Umsjón: Guðmunda Guðjónsdóttir, deildarstjóri leikskólanum Blásölum

Lengd: 60 mínútur

Lýsing:

Sagt verður frá afrakstri tveggja erlendra samstarfsverkefna sem leikskólinn Blásalir tók þátt í frá 2012-2017

 

Gögl – samstilling hugar og handar

Tegund: Verklegt inni ásamt léttum umræðum

Umsjón:  Jörgen Nilsson, leiðbeinandi í Ungmenna- og tómstundabúðum UMFÍ að Laugum.

Lengd: 60 mínútur

Lýsing:

Hvernig hægt er að nota „Gögl“ til að fá betri skilning fyrir kenningunni „flæði“.  Hvernig er hægt að fá þátttakendur sem eiga erfitt með að einbeita sér í að verða betri í að einbeita sér í þeim verkefnum sem þau taka sér fyrir hendur.

Farið verður í gegnum persónulegan þroska í því verkefni sem Göglið býður upp á. Hugmyndafræði Csikszentmihalyi´s um „flæði“ nýttist vel í þessu verkefni. Hér geta allir sat sér markmið og áskorun við hæfi. Námskeiðið er að mestu leiti verklegt og umræður í lokinn.  

 

Útiævintýri í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti

Tegund: Fyrirlestur inni

Umsjón: Edda Lydia Þorsteinsdóttir, deildarstjóri Björnslundar, útideild leikskólans Rauðhóls. Elísabet Valgerður Magnúsdóttir, verkefnastjóri útikennslu Rauðhóls.

Lengd: 30 mínútna fyrirlestur og umræður

Lýsing: Fyrirlesturinn fjallar um útinám í leikskólanum Rauðhól í Norðlingaholti. Leikskólinn hefur frá árinu 2009 haft aðstöðu í skógi í útjaðri Norðlingaholts sem heitir Björnslundur. Í Björnslundi er líf og fjör og mikið hægt að skoða og upplifa, í nálægð við fjölbreytta og spennandi náttúru. Elísabet Valgerður hefur síðustu 4 ár stýrt ævintýraferðum í leikskólanum en í ferðunum er lögð áhersla á að njóta umhverfisins. Munu fyrirlesarar einnig fjalla um þátttöku sína í verkefninu Prisma, en markmið þess er að efla þekkingu og hæfni kennara í útinámi.

 

„Að fara út fyrir þægindarammann“ er varasamt líkan um nám

Tegund: Fyrirlestur inni

Umsjón: Jakob Frímann Þorsteinsson, menntavísindasvið Háskóla Íslands

Lengd: 30 mínútna fyrirlestur

Lýsing: Mikilvægi þess fyrir einstaklinginn „að fara út fyrir þægindaramman“ er oft notað sem hvatning og rökstuðningur fyrir ákveðnu starfi eða verkefnum sem fólk er hvatt til að taka þátt í.  Þessi áskorun í hávegum höfð í fræðum um reynslunám, úti- og ævintýranám og er talin stuðla að námi og þroska (Luckner og Nadler, 1997; Gill, 2010). Hún er einnig ríkur þáttur í faglegri orðræðu þeirra sem vinna við tómstunda- og æskulýðsstarfi  sem aðferð við að skapa forsendur til persónulegs þroska.

Módelið um þægindasvæðið  (Tuson 1994) er byggt á þeirri trú að þegar fólk er sett í aðstæður sem einkennast af streitu eða spennu, bregðist það við með því að vinna bug á eigin ótta, og þroskist við það sem einstaklingar. Fólk er hvatt til að fara af þægindasvæðinu yfir á „námssvæðið“ og takast þar á við takmarkanir sínar.

Vel rökstudd gagnrýni hefur verið sett fram á líkanið sem mjög mikilvægt er að vekja athygli á. Í vitsmuna- og félagssálfræði er ekki að finna fræðilegan rökstuðning fyrir líkaninu. Sterk gagnrýni hefur einnig komið frá fylgismönnum jákvæðrar sálarfræði að áskoranir sem leiða af sér „kraftmikla spennu og tilfinningu fyrir ójafnvægi“ skapi ekki hentugar aðstæður til náms. Hætta sé á að óöryggi sem því fylgi hamli námi (Berman og Davis-Berman, 2005:17). Zohar og Aharon-Kravetsky færa rök fyrir því að kennsla byggð á vitsmunalegum átökum geti hindrað nám nemenda með slakan námsárangur.

Brown (2008) heldur því fram að með því að nota lýsandi aðferð, eins og „þægindasvæðið“ um hvernig nám á sér stað, veiki það m.a.  stöðu ævintýranáms innan meginstraums menntunarfræðanna.

Í erindinu er fjallað um þessa gagnrýni og að líta ber á líkanið um þægindavæðið sem líkingu sem lýsir því hvernig hægt er að hugsa um nám og vöxt, í stað þess að líta á það sem réttlætingu fyrir því að beita vafasömum starfs- og námsaðferðum.