Um okkur

Tilgangur samtakanna er að efla útinám á Íslandi og styðja félagsmenn í því verki. Áhersla er lögð á að kynna gildi útináms og auka faglega færni, þekkingu, gæði og umræðu á því sviði.

 

Tilgangi sínum hyggst félagið ná á eftirfarandi hátt:

  • Vera vettvangur um samræðu og samstarfs áhugafólks um útinám og útilíf
  • Standa fyrir námskeiðum, málþingum og ráðstefnum
  • Að halda úti upplýsingagátt um málefni félagsins
  • Að fylgjast með þróun útináms innan lands og erlendis og miðla upplýsingum
  • Vera vettvangur félagsmanna til samskipta og samstarfs við erlend samtök og fagfólk
  • Kynna fjölþætt gildi útnáms og útilífs til félagsmanna, stjórnvalda og almennings