Lög Samtaka áhugafólks um útinám
1. gr.
Samtökin heita Samtök áhugafólks um útinám.
2. gr.
Heimili samtakanna og varnarþing er hjá formanni hverju sinni.
3. gr.
Tilgangur samtakanna er að efla útinám á Íslandi og styðja félagsmenn í því verki. Áhersla er lögð á að kynna gildi útináms og auka faglega færni, þekkingu, gæði og umræðu á því sviði.
4. gr.
Tilgangi sínum hyggst félagið ná á eftirfarandi hátt:
Vera vettvangur um samræðu og samstarf áhugafólks um útinám og útilíf
Standa fyrir námskeiðum, málþingum og ráðstefnum
Að halda úti upplýsingagátt um málefni félagsins
Að fylgjast með þróun útináms innan lands og erlendis og miðla upplýsingum
Vera vettvangur félagsmanna til samskipta og samstarfs við erlend samtök og fagfólk
Kynna fjölþætt gildi útnáms og útilífs til félagsmanna, stjórnvalda og almennings
5. gr.
Þeir sem rétt hafa á félagsaðild eru einstaklingar sem áhuga hafa á útinám og útilífi. Fullgildir félagar teljast þeir sem eru skráðir í, og skuldlausir við samtökin.
6. gr.
Stjórn Samtaka áhugafólks um útinám skal skipuð fimm aðalmönnum (formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda) og tveimur til vara. Á oddatölu ári skulu formaður, ritari og meðstjórnandi kosnir til tveggja ára, hitt árið eru varaformaður og gjaldkeri kosnir. Varamenn stjórnar, skoðunarmaður reikninga ásamt öðrum til vara skulu kosnir árlega. Formaður boðar stjórnarmenn á stjórnarfundi a.m.k. tvisvar á ári og oftar ef þurfa þykir og annast daglega umsjón félagsins.
7. gr.
Stjórn samtakanna skal vinna að markmiðum þeirra og öðrum þeim verkefnum sem henni eru falin af aðal- og félagsfundi. Stjórnin kemur fram fyrir hönd samtakanna út á við. Halda skal fund ef stjórnarmaður óskar þess. Stjórnarfundi skal boða á tryggilegan hátt. Stjórnarfundur er ákvörðunarbær ef a.m.k. fjórir stjórnarmenn eru mættir og ákvörðun er samþykkt með meirihluta atkvæða.
Stjórnarmaður má ekki taka þátt í meðferð einstakra mála sem varða hann persónulega eða þá starfsemi sem hann er fulltrúi fyrir.
8. gr.
Stjórn samtakanna skal sjá til þess að ritaðar séu fundargerðir aðalfunda, félagsfunda og stjórnarfunda. Færa skal til bókar allar ákvarðanir sem teknar eru á aðal-, félags-, og stjórnarfundum og þær gerðar félögum aðgengilegar á upplýsingagátt samtakanna.
9. gr.
Stjórnin ber ábyrgð á rekstri og fjárhag samtakanna. Firmaritun er í höndum stjórnar samtakanna.
10. gr.
Aðalfundur ákveður árgjöld. Reikningsár samtakanna er almanaksárið.
11. gr.
Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum samtakanna. Aðalfund skal halda árlega, eigi síðar en fyrir lok aprílmánaðar. Skuldlausir félagar eiga rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi, tillögu- og atkvæðarétt. Hann skal boða með tryggilegum hætti með a.m.k. tveggja vikna fyrirvara. Í fundarboði skal tilgreina fundarefni. Stjórn félagsins skipuleggur og ber ábyrgð á framkvæmd aðalfundar.
Dagskrá aðalfundar skal vera:
• Skýrsla stjórnar
• Endurskoðaðir reikningar félagsins
• Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga
• Ákvörðun um árgjöld
• Lagabreytingar
• Kosning stjórnar
• Kosning skoðunarmanna reikninga
• Önnur mál
12. gr.
Aðalfundur er lögmætur ef rétt er til hans boðað. Lögum samtakanna má aðeins breyta á aðalfundi. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjórn skriflega fyrir 1. febrúar ár hvert og skal þess getið í aðalfundarboði. Einfaldur meirihluti ræður í öllum atkvæðagreiðslum í samtökunum.
13. gr.
Félagsfund skal halda svo oft sem þurfa þykir að ákvörðun stjórnar og alltaf ef 1/3 félaga óskar þess. Félagsfund skal boða með tryggilegum hætti með hæfilegum fyrirvara.
14. gr.
Ákvörðun um slit félagsins skal tekin á aðalfundi. Ef samtökunum verður slitið skal ráðstafa eignum samtakanna til skyldra málefna, samkvæmt ákvörðun aðalfundar.