Stjórn Samtaka áhugafólks um útinám var kosin á aðalfundi samtakanna 18.mars 2021. Eftirfarandi eru í stjórn félagsins:
- Jakob Frímann Þorsteinson, formaður
- Nils Óskar Nilsson, ritari
- Hafsteinn Grétarsson, gjaldkeri
- Hrafnhildur Sigurðardóttir, meðstjórnandi
- Guðmundur Finnbogason, meðstjórnandi
- Hjalti Hrafn Hafþórsson, varamaður
- Barbara Georgsdóttir Fialová, varamaður
Félagsgjald verður áfram 1.500 kr. (ársgjald). Greiðsluseðill verður sendur í netbanka til félagsmanna á næstu dögum.
Þeir sem hafa tíma og áhuga til að koma að starfi samtakanna, taka þátt í eða skipuleggja viðburði, vinna að samfélagsmiðlum eða heimasíðu, eða á annan hátt ýta undir útinám í leik og starfi eru hjartanlega velkomnir að setja sig í samband við stjórn SÁÚ.
Hér er hægt að skrá sig í Samtök áhugafólks um útinám. Tilgangur samtakanna er að efla útinám á Íslandi og styðja félagsmenn í því verki. Áhersla er lögð á að kynna gildi útináms og auka faglega færni, þekkingu, gæði og umræðu á því sviði. Félagsgjald er 1.500 kr. á ári. Hægt er að skrá sig hér.