Málþing Samtaka áhugafólks um útinám verður haldið fimmtudaginn 18. mars 2021 í samstarfi við Miðstöð útivistar og útináms í Reykjavík og Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Markmið samtakanna er að skapa tengsl á milli þeirra aðila sem starfa við útinám á ýmsum stöðum í samfélaginu.
Á þessu málþingi er kastljósið sett á útivist og útinám í skólastarfi. Við fáum heimsókn frá Lýðskólanum á Flateyri, Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu, leik-og grunnskólanum Bláskógaskóla á Laugarvatni og leikskólanum Sólborg á Ísafirði.
Upphitun fordrykkur
15:30 – 16:00 Spjallað og spurt við varðeldinn
Staðarhaldarar í Miðstöð útivistar og útináms verða með heitt kakó og kaffi á könnunni.
Erindum er streymt á netinu samtímis, (sjá upplýsingar á utinam.is þegar nær dregur).
16.00 Velkomin á málþing SÁÚ í Hlöðunni við Gufunesbæ
16.10 Lýðskólinn á Flateyri og mikilvægi útivistar, Hafið, fjöllin og þú
:: Ingibjörg Guðmundsdóttir – skólastjóri Lýðskólans á Flateyri::
Nám fyrir þá sem vilja öðlast færni í að ferðast um náttúruna og byggja upp traust og virðingu fyrir henni í gegnum mörg og mismunandi námskeið.
16.30 Fjallamennskunám FAS, þróun náms í nýrri atvinnugrein
:: Eyjólfur Guðmundsson skólameistari Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu::
Fjallað um tíu ára þróunarsögu náms í fjallamennsku við Framhaldsskólann í Austur-Skaftafellssýslu, tengsl við starfendur, fyrirtæki og stoðkerfið í greininni innanlands og utan.
16.50 Kaffi & te
17.00 Skíðaganga sem hluti af útinámi
::Jóna Lind Kristjánsdóttir – Deildarstjóri á leikskólanum Sólborg – Ísafirði::
Kynning á gönguskíðakennslu fyrir börn á deildinni Tanga í leikskólanum Sólborg á Ísafirði.
17.20 Útiskólinn í Bláskógaskóla Laugarvatni. Að grípa tækifærin sem umhverfið býður upp á
::Brynja Hjörleifsdóttir – aðstoðarskólastjóri og Barbara Georgsdóttir Fialová – kennari::
Fjallað um útiskóla og tengsl milli skólastiga í samreknum leik- og grunnskóla þar sem nemendur læra um samfélagið, umhverfið, félagsfærni og gildi í gegnum náttúruna á Laugarvatni
17.40 Samantekt
18:00 Aðalfundur Samtaka áhugafólks um útinám