Útináms ráðstefna í sumar

Í sumar verður haldin sextánda útinámsráðstefna EOE, European seminar of the Institute of Outdoor Adventure Education and Experiential Learning. Ráðstefnan verður haldin í Plymouth á Englandi dagana 28.júní til 2.júlí.

Samtök áhugafólks um útinám hvetja félagsmenn sína til að taka þátt í ráðstefnunni og senda inn erindi. Ráðgert er að samtökin skipuleggi hópferð á ráðstefnuna, en þar fyrir utan er líklegt að 3-4 styrkt pláss séu í boði fyrir félagsmenn samtakana.

Hér eru nánari upplýsingar um ráðstefnuna

og hér er tengill á heimasíðu EOE.

Logo samkeppni

Nú er kominn tími til að vera merkileg!

Samtök áhugafólks um útinám, (www.utinam.is) efna til samkeppni um gerð að merki (lógói).

“Samtökin eru félagskapur fólks sem hefur áhuga á útinámi hverskonar. Tilgangur samtakanna er að efla útinám á Íslandi og styðja félagsmenn í því verki. Áhersla er lögð á að kynna gildi útináms og auka faglega færni, þekkingu, gæði og umræðu á því sviði. Æskilegt er að merkið endurspegli þessi gildi.”

Samkeppnin hefst 9.febrúar 2017 og loka frestur til að skila inn tillögum er 15.maí 2017. Stjórn samtakanna fer yfir tillögurnar og velur 3 tillögur fyrir almenna kosningu á Facebook síðu félagsins.

Sigurvegari samkeppninnar fær að launum 50.000 krónur.

Til að taka þátt skal senda tillögu að logoi á netfangið utinam@utinam.is

 

Leiðbeiningar og skilmálar:

Allar tillögur þurfa að vera tilbúnar til notkunar og skulu í fyrstu skilast sem .jpg eða sambærilegu til birtingar á Facebook. Loka útgáfu þarf að skila sem vektorteikningu, annars vegar sem .pdf skjali og hins vegar sem Illustrator skjal eða sambærilegt.

Merkið skal vera þess eðlis að það sé auðlesanlegt bæði stórt og smátt, og hafi greinilega skírskotun til starfs samtakanna. Það er mikill kostur ef tillögunni fylgja útgáfur af merkinu til mismunandi nota, svo sem í einum lit (t.d. svart eða hvítt), með og án texta og útgáfur sem ætlaðar eru til nota í láréttu og lóðréttu formi.

Stjórnin áskilur sér rétt til að útfæra vinningstillöguna í samvinnu við hönnuðinn. Stjórnin áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum tillögum.

Auglýsing sem .pdf skjal

Málþing um útinám


Samtök áhugafólks um útinám hafa þann tilgang að efla útinám á Íslandi og styðja félagsmenn í því verki. Áhersla er lögð á að kynna gildi útináms og auka faglega færni, þekkingu, gæði og umræðu á því sviði. Markmiðið með málþinginu er að gefa þátttakendum praktískar hugmyndir sem þeir geta nýtt í starfi með börnum. Að loknu málþinginu verður haldin aðalfundur félagsins.

Frítt inn og allir velkomnir. Skráning á málþingið hér

Sjá auglýsingu hér